top of page

S í m i   8 2 2   1 0 1 0 

Wood Carvings

Um mig

Sigurður Kr Sigurðsson

Ég heiti Sigurður Kr. Sigurðsson og  er fæddur 1953 í Reykjavík ættaður úr Arnarfirði og Vestmannaeyjum.

Það var fyrir um það bil 20 árum sem áhugi minn vaknaði á útskurði í tré, horn og bein. Ég sótti ýmis námskeið og fljótlega lágu vegir okkar Arnars Sigurðssonar útskurðameistara saman. Örn hefur haft nemendur í útskurði í mörg herrans ár. Hjá Erni lærði ég grunn handtökin í útskurði en Örn hefur sótt mikið af verkefnum fyrir sig og nemendur sína í þjóðlega hefð íslendinga.

 

Sérstakur útskurðarstíll íslendinga hefur þróast allt frá landnámi Íslands til þessa dags. Þjóðleg útskurðamynstur einkendu fyrstu verkefni mín   ásamt því að höfðaletur er oft notað í nöfn og texta. Eins og verða vill byrjar maður sjálfur að þróa sig áfram með viðfangsefni og hugmyndir sem sem smám saman verða óþrjótandi og hugmyndirnar hrannast upp í huga manns. Þannig var það að þegar Corona vírusinn lagðist yfir heimsbyggðina varð til tími hjá mér eins og öðrum til þess að sinna betur hugðarefnum og hef ég notað tímann til þess að koma á spýtu mörgu því sem marað hafði í hugarfylgsnum.

 

Það ánægjulega að mörg verkefnin hafa vakið athygli sem hefur leitt af sér að ég hef verið beðinn um að skera út verk fyrir fólk hér á landi og í útlöndum sem er að leita að einhverju sérstöku sem ekki verður keypt úr hillum stórverslana. Það hefur verið ánægjulegt að upplifa og finna hvatningu úr öllum áttum til frekari afreka sem ég mun svo sannarlega nota sem eldsneyti til sköpunar mér til ánægju og kannski einhverjum öðrum.

image014.JPG

© 2020 SALT

  • Facebook
bottom of page